Fréttir

Þrír af hverjum fimm heimsækja Reykjanes
23% ferðamanna heimsækja Gunnuhver.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 10:16

Þrír af hverjum fimm heimsækja Reykjanes

Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Í skýrslunni kemur fram að nærri þrír af hverjum fimm ferðamönnum heimsækja Reykjanes. Gistinætur voru að jafnaði 0,8 talsins á Reykjanesi en það er lægsta hlutfall landsins en landsmeðaltal er 1,7 nótt. Hæst var hlutfallið á Norðurlandi og í höfuðborginni eða 2,5 nætur. Visitreykjanes.is greinir frá þessu.

Langflestir heimsóttu höfuðborgarsvæðið árið 2018 eða ríflega níu af hverjum tíu svarendum. Þrír fjórðu heimsóttu Suðurlandið og nærri þrír af hverjum fimm Reykjanesið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

56,8% heimsóttu Reykjanesið 2018. Af þeim gistu 47,4% á Reykjanesi. Til samanburðar þá er hlutfallið aðeins hærra á höfuðuborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Þegar kemur að ánægju varðandi einstaka landshluta þá skorar Reykjanes lægst ásamt Reykjavík, Vestfjörðum og Austurlandi.


Dreifing ferðamanna um Reykjanes er eftirfarandi:

• 58% Bláa lónið

• 44% Reykjanesbær

• 23% Grindavík

• 23% Gunnuhver

• 11% Krísuvík


Nánar má lesa um könnunina hér.