Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Þriðjungi færri leigusamningar í desember á milli ára
Miðvikudagur 8. janúar 2020 kl. 10:47

Þriðjungi færri leigusamningar í desember á milli ára

Þriðjungi færri leigusamningum var þinglýst á Suðurnesjum í desember síðastliðnum en árið 2018. Alls voru 58 samningar í desember 2019 en voru 82 í desember 2018. Munurinn er 29,3%.

Suðurnes er stærsta svæðið utan höfuðborgarsvæðisins varðandi fljölda leigusamninga. Næsta svæði var Norðurland með 49 samninga á móti 58 á Suðurnesjum í desember 2019.