Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Þríburafæðing í Víkurfréttum vikunnar
Miðvikudagur 7. apríl 2021 kl. 17:07

Þríburafæðing í Víkurfréttum vikunnar

Víkurfréttir vikunnar koma út á morgun, fimmtudag og prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á morgun á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum. Rafræna útgáfu Víkurfrétta er hins vegar hægt að lesa neðar á síðunni.

Þríburafæðingar eru ekki daglegt brauð en ung hjón í Reykjanesbæ eignuðust þríbura þann 1. apríl síðastliðinn – Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long eiga krefjandi en vafalaust skemmtilegt framtíðarverkefni fyrir höndum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það dregur ekkert úr eldvirkni í Fagradalsfjalli og nýjar gosrásir hafa opnast – í þessu tölublaði er fjallað um eldgos og loftgæði í máli og myndum.

Hörður Axel Vilhjálmsson er lykilleikmaður í toppliði Keflavíkur í Domino's-deild karla – Hörður, sem er búinn að spila í sjö löndum, segir vera búinn að vera út um allt í viðtali á íþróttasíðunum.

Við lítum líka á gang mála við smíði á nýjum frystitogara fyrir Nesfisk í Garði, Baldvin Njálsson GK 400, sem hefur verið settur á flot og búist er við að verði klár til veiða í haust.

Svo er spurning hvort ritstjórinn hafi hlaupið fyrsta apríl – það kemur í ljós.

Þetta og margt fleira áhugavert eins og sjá má í Víkurfréttum vikunnar – góða skemmtun!