Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Þrettándinn á nýjum stað í Reykjanesbæ
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 17. janúar 2021 kl. 06:49

Þrettándinn á nýjum stað í Reykjanesbæ

Hátíðarhöld þrettándans í Reykjanesbæ voru með óhefðbundnu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldurs. Í stað dagskrár við Hafnargötu var boðið upp á útvarpstónleika með Ingó veðurguði og flugeldasýningu á efra Nikkelsvæðinu. Gestir voru beðnir um að vera í bílum sínum og hlusta á tónleikana þar og horfa á flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurness úr bílnum. Púkar og tröll voru þó á sveimi innan um bílana. Myndina hér að neðan tók Hilmar Bragi, ljósmyndari blaðsins, með flygildi yfir þetta óhefðbundna hátíðarsvæði. Þarna má sjá bílafjölda á einu af skipulögðum bílastæðum svæðisins og meðfram Þjóðbraut og Reykjanesbrautinni.