Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Þorrablótin aldrei stærri
Þriðjudagur 15. janúar 2019 kl. 09:07

Þorrablótin aldrei stærri

Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á stórviðburð ársins, Þorrablót Grindvíkinga, en nú í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem 600 manns koma saman í borðhald í íþróttahúsinu en blótið fer fram laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Undanfarin ár hefur viðburðurinn stöðugt vaxið, segir á vef Grindavíkurbæjar.
 
Sömu sögu er að segja af þorrablóti Keflavíkur sem fram fór sl. laugardag. Það hefur aldrei verið stærra en þar voru um 700 manns í þorraveislu. Þorrablótið í Garði verður einnig það fjölmennasta sem haldið hefur verið frá upphafi en nú eru um 80 manns á biðlista með að komast að á blótinu þar. Þá er uppselt á þorrablót Njarðvíkur sem fram nk. laugardag.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs