Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Þórkötlustaðarhverfi verður verndarsvæði í byggð
Úr Þórkötlustaðarrétt á dögunum.
Miðvikudagur 9. október 2019 kl. 01:14

Þórkötlustaðarhverfi verður verndarsvæði í byggð

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þórkötlustaðahverfi og falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda tillöguna til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til frekari málsmeðferðar.

Skipulagsnefnd bæjarins hefur haft málið til meðferðar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja verndaráætlun fyrir Þórkötlustaðahverfi.