Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Þórkötlustaðarhverfi verður verndarsvæði í byggð
Mánudagur 10. desember 2018 kl. 05:38

Þórkötlustaðarhverfi verður verndarsvæði í byggð

Í águst 2016 ákvað Grindavíkurbær að sækja um styrk til að vinna að tillögu að verndaráætlun í byggð fyrir Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Á haustmánuðum sama árs veitti Minjastofnun Íslands sveitarfélaginu styrk til að vinna að tillögunni.
 
Markmið með tillögunni er að gera Þórkötlustaðahverfi að sérstöku verndarsvæði til að viðhalda og styrkja byggð í hverfinu með þeim hætti að söguleg arfleifð staðarins fái að njóta sín og gildi hennar haldið á lofti gagnvart heimamönnum jafn sem ferðamönnum og ekki síst komandi kynslóðum.
 
EFLA verkfræðistofa ásamt Fornleifastofnun Íslands hafa nú unnið í sameiningu að tillögu að verndaráætlun sem leggur til að Þórkötlustaðahverfi verði gert að verndarsvæði í byggð skv. lögum nr. 87/2015 og reglugerð 575/2016. 
 
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða framlagða verndaráætlun fyrir Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024