Valhöll
Valhöll

Fréttir

Þjóðbraut með nýju hringtorgi opnar á næstu dögum
Nýtt hringtorg á mótum Þjóðbrautar og Flugvalla. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 30. september 2024 kl. 11:16

Þjóðbraut með nýju hringtorgi opnar á næstu dögum

Nú styttist í að Þjóðbraut í Reykjanesbæ opni að nýju eftir viðamiklar framkvæmdir. Opnun verður í síðasta lagi 7. október næstkomandi, segir á vef Reykjanesbæjar.

„Breytt lega þjóðbrautar hefur verið ein af stórframkvæmdum við gatnainnviði Reykjanesbæjar undanfarið. Nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdinni og opnað verður fyrir umferð eigi síðar en mánudaginn 7. október. Malbikun er lokið og unnið er hörðum höndum við frágang hringtorgs og nærumhverfis nýs hluta Þjóðbrautar,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Íbúum eru jafnframt færðar þakkir fyrir sýnda þolinmæði en Þjóðbraut hefur verið lokuð frá 12. ágúst vegna framkvæmdarinnar með tilheyrandi álagi á aðra staði í gatnakerfi bæjarins.