Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Tekinn á nær 160 km hraða á Reykjanesbraut
Mánudagur 17. september 2018 kl. 10:56

Tekinn á nær 160 km hraða á Reykjanesbraut

Fimmtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður sem þarf að greiða 230 þúsund krónur í sekt.
 
Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefna – eða ölvunarakstur og skráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ítryggðar.
 
Tveir ökumenn til viðbótar hinum ofangreindu óku á dekkjum sem öll voru negld.
 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs