Fréttir

Talsvert af tækjum stolið úr læstum gámum
Sunnudagur 20. september 2020 kl. 07:23

Talsvert af tækjum stolið úr læstum gámum

Lögreglu barst í fyrradag tilkynning um innbrot í gám í Keflavík þar sem verkfærum hafði verið stolið. Svo virðist sem lás á honum hafi veruð spenntur upp með steypustyrktarjárni sem lá fyrir utan hann. Úr honum var stolið slípirokk og nokkrum hleðsluborvélum.
Áður hafði verið brotist inn í annan gám, einnig í Keflavík. Lásinn á honum hafði einnig verið spenntur upp. Úr honum hafði verið stolið steypuhrærara og handfræsara.