Fréttir

Taka allt að 400 milljónir króna að láni vegna COVID-19
Frá Garðskaga. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 10. júní 2020 kl. 09:35

Taka allt að 400 milljónir króna að láni vegna COVID-19

Afleiðingar Covid faraldursins hafa mikil áhrif á tekjur, rekstur og efnahag sveitarfélaga á Íslandi. Suðurnesjabær er þar ekki undantekning og því þarf að gera ráðstafanir til að tryggja fjármögnun rekstrar og fjárfestinga sveitarfélagsins á árinu 2020. Þetta segir í afgreiðslu síðasta fundar bæjarráðs Suðurnesjabæjar.

Í þeim tilgangi samþykkir bæjarráð samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að leita eftir lántökum vegna fjárfestinga að fjárhæð allt að 400 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir lántökum í fjárhagsáætlun ársins en gerðar verða viðeigandi ráðstafanir, svo sem með viðaukum við fjárhagsáætlun eftir því sem þörf er á, segir jafnframt í gögnum bæjarráðs.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024