Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Taka 100 milljónir króna að láni til að fjármagna þjónustumiðstöð
Þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 5. ágúst 2020 kl. 08:02

Taka 100 milljónir króna að láni til að fjármagna þjónustumiðstöð

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga. Um er að ræða 100 milljóna króna lán til fimmtán ára.

„Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar byggingar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs sem var samþykkt samhljóða.