Sporthúsið
Sporthúsið

Fréttir

Sýndu landsleikinn með varaafli
Rafstöðin við björgunarstöðina í Grindavík. Mynd: Bsv. Þorbjörn.
Mánudagur 16. janúar 2023 kl. 21:20

Sýndu landsleikinn með varaafli

Björgunarsveitin Þorbjörn reddaði handboltaþyrstum Grindvíkingum síðdegis með því að tengja varaafl við björgunarstöðina í Grindavík. Þannig var hægt að horfa á leik Íslands og Suður-Kóreu á HM í handknattleik, fá sér rjúkandi kaffi og hlaða síma.

Þessi aðgerð björgunarsveitarinnar fékk góð viðbrögð og meðal þeirra sem hentu inn athugasemd við færslu björgunarsveitarinnar „Vel gert!!!!!“ var Handknattleikssamband Íslands.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun