Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Svipuð kjörsókn á hádegi og 2021
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 30. nóvember 2024 kl. 12:53

Svipuð kjörsókn á hádegi og 2021

Klukkan tólf á hádegi höfðu 8,81% mætt á kjörstað í Reykjanesbæ en kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Til samanburðar höfðu 9,45% kosið á sama tíma í seinustu alþingiskosningum árið 2021.

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi mætti á kjörstað á hádegi. Hann var bjartsýnn en sagði að enn væru margir óvissir og ákveddu sig á kjördag sem gerir kosningarnar meira spennandi.

Guðbrandur mætti með Margréti Sumarliðadóttur konu sinni og Einari syni sínum en þau hjón eiga tvenna tvíbura.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024