Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Sviðsetja harðan árekstur á Reykjanesbraut
Föstudagur 21. september 2018 kl. 09:41

Sviðsetja harðan árekstur á Reykjanesbraut

Harður árekstur fólksbíls og langferðabifreiðar verður sviðsettur á Reykjanesbraut í kvöld á stórri hópslysaæfingu. Æfingin er haldin í tengslum við söfnunarþátt Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem verður á Stöð 2 í kvöld og verður sýnt í beinni útsendingu frá æfingunni.
 
Alls verða um 50 leikarar á æfingunni sem verða farðaðir eftir áverkalýsingum til að gefa viðbragðsaðilum verðug og raunveruleg verkefni. Búast má við um 150 viðbragðsaðilum á vettvangi.
 
Ekki er gert ráð fyrir að æfingin trufli umferð um Reykjanesbraut.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs