Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið skammtímaúrræði
Föstudagur 12. nóvember 2021 kl. 13:53

Sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið skammtímaúrræði

Fræðsluráð Reykjanresbæjar harmar þá stöðu sem komin er upp í Myllubakkaskóla. Ráðið leggur áherslu á að hagsmunir nemenda og starfsmanna verði í forgangi og að allra leiða verði leitað til þess að hefja sem fyrst notkun á þeim hlutum skólans sem nýtilegir eru. Þetta kom fram á síðasta fundi fræðsluráðs.

Tryggvi Þór Bragason, deildarstjóri eignaumsýslu, mætti á fundinn og greindi frá stöðu mála varðandi húsnæðismál Myllubakkaskóla. Eins og fram hefur komið þarf að rýma skólahúsnæðið og flytja kennslu í önnur rými í bæjarfélaginu meðan unnið er að endurbótum á Myllubakkaskóla þar sem ráðin verður bót á myglu í skólahúsnæðinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fræðsluráð telur að tryggja þurfi, samhliða tímabundinni uppskiptingu skólans, að nemendur sem nú þegar njóta samfellds skólastarfs, t.d. með því að tónlistarkennsla fari fram á skólatíma, eigi áfram kost á því. Eins þarf að taka sérstakt tillit til nemenda sem munu þurfa að fara um lengri veg en áður til að sækja skóla. Upp er að renna myrkasti tími ársins og tryggja þarf að jafn afdrifarík breyting eins og þessi komi ekki niður á öryggi nemenda á leið til og frá skóla.

Fræðsluráð leggur einnig áherslu á að sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið tímabundið skammtímaúrræði. Leita þarf allra leiða til þess að sameina skólastarf aftur á einum stað, t.d. með því að taka í notkun þá hluta húsnæðis sem hægt er að taka í notkun sem allra fyrst. Óskað er eftir því að tímasett aðgerðaáætlun, sem miði að því að lágmarka þann tíma sem börnum er gert að sækja sitt nám utan skólans eða nærumhverfi hans, liggi fyrir svo fljótt sem verða má.