Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Suðurnesjabær styður baráttu um lægra eldsneytisverð
Fimmtudagur 1. apríl 2021 kl. 07:16

Suðurnesjabær styður baráttu um lægra eldsneytisverð

Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir og styður þær áherslur sem koma fram í undirskriftasöfnum sem hópur áhugafólks um lægra eldsneytisverð á Suðurnesjum stendur fyrir. Bæjarráð Suðurnesjabæjar telur eðlilegt og réttlátt að íbúar á Suðurnesjum eigi kost á eldsneytiskaupum á sambærilega hagstæðu verði og til dæmis er á höfuðborgarsvæðinu.