Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Suðurnesjabær: Mikilvægt að íbúar hafi góðan aðgang að almenningsbókasafni
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 27. ágúst 2019 kl. 09:10

Suðurnesjabær: Mikilvægt að íbúar hafi góðan aðgang að almenningsbókasafni

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að íbúar láti sig varða þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir og þakkar fyrir erindi sem bæjarbúar hafa sent bæjaryfirvöldum en tvö erindi varðandi lokun almenningsbókasafns í Garði voru til afgreiðslu á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar

Bæjarráð telur rétt að halda til haga að breytingar á bókasafnsþjónustu í Suðurnesjabæ eru tilkomnar vegna aðgerða til að bregðast við húsnæðisþörf Gerðaskóla. Bæjarráð tekur undir það sjónarmið að mikilvægt er að íbúar hvar sem er í sveitarfélaginu hafi góðan aðgang að almenningsbókasafni nú sem og um alla tíð og leggur áherslu á að útfærsla þeirrar þjónustu verði kynnt sem allra fyrst.

Public deli
Public deli