Fjörheimar
Fjörheimar

Fréttir

Suðurnesjabær með jafnlaunavottun og nýja heimasíðu
Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar opna nýja heimasíðu Suðurnesjabæjar.
Föstudagur 26. júní 2020 kl. 16:15

Suðurnesjabær með jafnlaunavottun og nýja heimasíðu

Í dag fagnaði Suðurnesjabær tveimur mikilvægum áföngum í starfsemi sinni. Annars vegar var opnuð ný heimasíða Suðurnesjabæjar og hins vegar fékkst formleg staðfesting á því að Suðurnesjabær hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt kröfum ÍST 85:2012.

Heimasíða Suðurnesjabæjar er unnin í samstarfi við fyrirtækið Stefnu og á næstu dögum mega íbúar og aðrir búast við stöðugum breytingum á síðunni, bæði hvað varðar útlit og upplýsingar. Nú er m.a. hægt að senda ábendingar og fyrirspurnir í gegnum síðuna og senda inn upplýsingar um viðburði í sveitarfélaginu sem þá rata inn á viðburðadagatal Suðurnesjabæjar.

„Við hvetjum íbúa til þess að senda okkur góðar og gagnlegar ábendingar og upplýsingar um viðburði,“ segir í frétt á nýju heimasíðunni.

Jafnlaunakerfi Suðurnesjabæjar nær til allra starfmanna sveitarfélagsins og samanstendur m.a. af skjalfestum verkferlum, launaviðmiðum og greiningum. Formlegri úttekt á jafnlaunakerfi Suðurnesjabæjar lauk í maí en fyrirtækið Versa vottun framkvæmdi úttektina. Vottunin er mikilvægur áfangi Suðurnesjabæjar í vegferð sinni að bættu jafnrétti og getur nú stolt notað jafnlaunamerkið.