Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Suðurgata 19 komin á áfangastað sjö árum síðar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 28. apríl 2020 kl. 08:03

Suðurgata 19 komin á áfangastað sjö árum síðar

Suðurgata 19 í Keflavík lagði upp í ferðalag í byrjun sumars árið 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum og það sett á flutningabíl. Síðan þá hefur húsið verið á geymslusvæði á Ásbrú. Núna, rétt tæpum sjö árum síðar, er húsið komið með nýtt heimilisfang að Hafnagötu 31b í Höfnum.

Ferðalagið í Hafnir hófst þann 24. maí 2013 þegar húsinu var lyft af grunni sínum á Suðurgötunni í Keflavík. Á þeirri stundu var ekki ljóst hver framtíð hússins yrði. Innviðir þess voru góðir og vilji til þess að húsið myndi öðlast framhaldslíf.

Public deli
Public deli

Húsið er samkvæmt eiganda þess byggt frostaveturinn mikla árið 1918. Þá geisaði líka heimsfaraldur, spænska veikin. Það er því kannski við hæfi að nýta tímann í heimsfaraldri til að koma húsinu fyrir á sínum framtíðarstað.

Sveinn Enok Jóhannsson og Maja Potkrajac ætla að vera flutt inn í húsið eftir mánuð. Nýir gluggar verða settir í húsið í næstu viku og svo verður innréttað af kappi næstu vikur en frágangur hússins mun taka einhverja mánuði.

Fleiri myndir frá flutningi hússins í Hafnir verða í Víkurfréttum í þessari viku.