ísbúð garðarbæjar
ísbúð garðarbæjar

Fréttir

Styrktu úkraínskt flóttafólk
Laugardagur 4. júní 2022 kl. 08:36

Styrktu úkraínskt flóttafólk

Vinkonurnar Hafdís Inga Sveinsdóttir og Elze Andrijauskaite gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu dósum og flöskum til styrktar flóttafólki frá Úkraínu. Þær fengu mjög góð viðbrögð hjá fólki og þegar þær höfðu náð í peninginn fyrir dósirnar fóru þær í Bónus og keyptu hreinlætisvörur og fleira handa flóttafólkinu. Þær fóru með vörurnar í húsnæði þar sem flóttafólkið fær aðstoð og fengu stelpurnar góðar mótttökur eftir þetta góðverk.