Fréttir

Stunginn með hnífi í læri
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 26. ágúst 2019 kl. 10:13

Stunginn með hnífi í læri

— í eina ráni síðasta árs

Á árinu 2018 var eitt rán til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, brot gegn 252. gr. almennra hegningalaga. Þetta kemur meðal annars fram í nýútkominni ársskýrslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir árið 2018.

Tengdist ránið uppgjöri í fíkniefnaviðskiptum þar sem þolandi var stunginn með hnífi í læri og fjármunir sem hann hafði meðferðis voru teknir af honum. Gerendur voru handteknir, málið telst upplýst og bíður nú meðferðar hjá dómstólum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024