Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Stórt þak fauk af húsi við Hrannargötu
Þakjárnið hafnaði m.a. á bílum við götuna. Frá vettvangi við Hrannargötu í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 16:11

Stórt þak fauk af húsi við Hrannargötu

Stór hluti af húsþaki fauk af byggingu við Hrannargötu í Keflavík í veðurhamnum. Húsið er tveggja hæða. Á neðri hæð er atvinnuhúsnæði en íbúðir á efri hæðinni.

Þakplöturnar höfnuðu á bílum við Hrannargötu og hluti af þakinu virðist hafa fokið langar leiðir.

Lögregla og björgunarsveit lokuðu svæðinu en ekkert var hægt að aðhafast á meðan mesti veðurhamurinn gekk yfir.

Íbúar í húsinu óttuðust um öryggi sitt, segir í skilaboðum til Víkurfrétta á fésbókinni.

Frá vettvangi við Hrannargötu í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi