Fréttir

Stórstreymt, áhlaðandi og mikil ölduhæð
Brim við Garðskaga í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 30. nóvember 2020 kl. 14:02

Stórstreymt, áhlaðandi og mikil ölduhæð

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að fullt tungl er í dag og því stórstreymt næstu daga. Þá gera veðurspár ráð fyrir stífri suðvestanátt á morgun og svo norðan hvassviðri fyrir Norðurlandi á miðvikudag og fimmtudag.

Vegna vind- og ölduáhlaðanda má því gera ráð fyrir að sjávarhæð verði hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið um og eftir miðja vikuna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ölduhæð við Garðskaga var mikil í síðustu viku. Svokölluð kennialda var um 12 metra há sem þýðir að hæstu öldur urðu allt að 19 metrum á hæð við Garðskaga. Samkvæmt öldukortum Vegagerðarinnar stefnir í svipað ástand síðdegis á morgun, þriðjudag. 

Meðfylgjandi ölduhæðarspákort Vegagerðarinnar gilda klukkan 18 á morgun og klukkan 06 á fimmtudag.