Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Fréttir

Stórfelldur gasþjófnaður úr tugum húsbíla í nótt
Frá vettvangi þjófnaðarins. Þjófurinn náði ekki þessum kút. Allir gaskútarnir eru eins og þessi smellugaskútur. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 24. október 2018 kl. 11:34

Stórfelldur gasþjófnaður úr tugum húsbíla í nótt

Brotist var inn í á þriðja tug húsbíla hjá tveimur bílaleigum á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt og gaskútum stolið úr bílunum. Í sumum tilvikum eru skemmdir á bílunum eftir að hurðar voru spenntar upp á bílunum.
 
Gaskútum var stolið úr fjórtán bílum hjá bílaleigunni Geysi og einnig varð á annan tug bíla fyrir barðinu á þjófum hjá Touring Cars.
 
Í öllum tilvikum voru tveir gaskútar í hverjum bíl sem voru teknir. Þá voru gaskútageymslur á þar sem engir kútar voru opnaðar. Gashylkin hafa verið fjarlægð úr flestum bílum sem eru komnir í vetrargeymslu. Kútarnir sem var stolið eru úr bílum sem unnið var að því að gera klára fyrir vetrargeymslu en bílarnir eru geymdir án gaskúta yfir vetrarmánuðina.
 
Lögregla hefur fengið þjófnaðinn til rannsóknar. Þá hefur Olís verið gert viðvart en gaskútarnir eru svokallaðir smellugaskútar frá Olís sem aðrir söluaðilar taka ekki á móti.
 
Flestir gaskútarnir voru næstum fullir af gasi og það ætti því að vekja athygli ef reynt verður að fá greitt fyrir þá skilagjald. Þjófnaðurinn er einnig talsvert tjón fyrir bílaleigurnar en nýir gaskútar í bílana kosta yfir hálfa milljón króna.

 
 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs