Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Stofnandi Flugakademíu Keilis nýr forstöðumaður skólans
Þriðjudagur 8. september 2020 kl. 11:34

Stofnandi Flugakademíu Keilis nýr forstöðumaður skólans

Kári Kárason, flugstjóri hjá Icelandair, hefur tekið við stöðu forstöðumanns Flugakademíu Íslands sem varð til við samruna Flugskóla Íslands og Flugakdemíu Keilis. Hann tekur við starfinu af Birni Inga Knútssyni sem hefur gegnt starfinu frá árinu 2019. 

Kári er vel kunnugur starfsemi Keilis. Hann var einn af brautryðjendum atvinnuflugnáms í Keili árið 2007 og starfaði frá stofnun skólans til ársins 2013 sem skólastjóri Flugakademíunnar.

Public deli
Public deli

Hann hefur starfað sem flugmaður, flugstjóri og þjálfunarstjóri hjá Icelandair frá árinu 1995, og þar áður bæði hjá Flugfélagi Íslands og Air Atlanta.

„Starfsfólk og kennarar Flugakademíu Íslands og Keilis bjóða Kára velkominn aftur til starfa hjá skólanum og þakka Birni Inga fyrir sín störf að undanförnu,“ segir í tilkynningu.