Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stöðug virkni í eldgosinu
Fimmtudagur 28. nóvember 2024 kl. 15:40

Stöðug virkni í eldgosinu

Virkni í gosinu hefur verið stöðug síðasta sólarhring og rennur hraun nú nær eingöngu til austurs og suðausturs, að og meðfram Fagradalsfjalli. Hraunbreiðan hefur lítið breitt úr sér nærri Fagradalsfjalli en heldur áfram að þykkna. Gosórói hefur verið stöðugur samhliða virkninni í gígnum. Dregið hefur verulega úr sigi umhverfis Svartsengi en þar sem breytingar milli daga eru smávægilegar þarf að skoða þróunina yfir nokkra daga til að meta hvort landris sé hafið að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Litlaskogfell28112024

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd frá því í morgun sem tekin er úr vefmyndavél á Litla-Skógfelli. Myndavélin horfir til suðausturs og sést gígurinn hægra megin á myndinni og hraunstraumurinn frá honum í átt að Fagradalsfjalli sem er vinstra megin á myndinni.

Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s á Reykjanesi í dag (fimmtudag) og gasmengun berst því til suðvesturs í átt að Grindavík. Lægir í kvöld og gæti mengunar orðið vart víða á Reykjanesi en bætir aftur í vind úr norðaustri á morgun (föstudag) og gas berst þá aftur í átt að Grindavík. Ekki er búist við gróðureldum á gosstöðvunum.