Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Stjórn HS Veitna segir ekki hægt að bíða með framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 13:40

Stjórn HS Veitna segir ekki hægt að bíða með framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2

„Við þennan skort á orkuöryggi verður ekki lengur búið og kallar stjórn HS Veitna eftir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjist án frekari tafa,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Tilefni tilkynningar frá stjórn HS Veitna er bilun í Suðurnesjalínu Landsnets 16. janúar en hún hafði víðtækar afleiðingar fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum Suðurnesjum. Þar segir einnig:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„HS Veitur eru veitufyrirtæki sem dreifa rafmagni, heitu vatni og köldu vatni til notenda á Suðurnesjum en þegar Suðurnesjalína sló út varð allt svæðið rafmagnslaust auk þess sem heita- og kaldavatnsframleiðsla stöðvaðist þegar jarðvarmavirkjanir leystu út vegna bilunarinnar. Það er með öllu óviðunandi að jafn fjölmennt íbúasvæði og Suðurnesin búi við það takmarkaða afhendingaröryggi sem fylgir því að hafa einungis eina flutningslínu inn á svæðið. 

Á Suðurnesjum eru fjölmörg fyrirtæki og þjóðfélagslega mikilvæg starfsemi s.s. á svæðinu við Keflavíkurflugvöll, sem þarf að geta treyst á örugga afhendingu rafmagns. Mikil íbúafjölgun hefur kallað á aukna orkuþörf auk þess að Suðurnesjalína annar ekki lengur þörfum atvinnulífsins fyrir rafmagn og takmarkar möguleikann á að hægt sé að ná tilætluðum árangri í orkuskiptum í þágu loftslagmála. Þetta mál varðar því ekki einungis afhendingaröryggi heldur einnig afhendingargetu til framtíðar hagvaxtar svæðisins sem kallar á að Suðurnesjalína 2 komist í gagnið sem fyrst.“