Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Stika örugga leið að gosstöðvunum
Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður.
Mánudagur 22. mars 2021 kl. 16:21

Stika örugga leið að gosstöðvunum

Örugg gönguleið að gosinu í Geldingadölum verður stikuð í dag. Vegagerðin sér um verkið en hópur björgunarsveitarfólks mun annast vinnuna. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður sagði í samtali við Víkurfréttir fyrr í dag að unnið sé að lausnum þannig að fólk geti komist til og frá gosstöðvunum með öruggum hætti. Þannig er nú verið að skoða að koma upp bílastæði nærri Hrauni austan Grindavíkur eða hjá Borgarfjalli þaðan sem stutt er að ganga að Geldingadölum.

Hjálmar hvetur fólk tilk að fara alls ekki leiðina frá Grindavíkurvegi og um Svartsengi og Fagradalsfjall. Hún er bæði miklu lengri og illfær nema mjög vönu útivistarfólki. Á þeirri leið voru margir hætt komnir í gærkvöldi og nótt.

Public deli
Public deli

Það ber þó að ítreka að svæðið við gosstöðvarnar er lokað í dag, bæði vegna veðurs og einnig vegna gasmengunar.

Rætt er við Hjálmar á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld í fréttainnslagi frá Víkurfréttum. Lengri útgáfa af því innslagi verður einnig birt á vef Víkurfrétta kl. 19:00 í kvöld.