Fréttir

Stígur lagður að Háabjalla
Háibjalli. Mynd úr safni.
Föstudagur 24. maí 2019 kl. 10:31

Stígur lagður að Háabjalla

Skógræktarfélagið Skógféll sótti um styrk til Sveitarfélagsins Voga sem nota skyldi til að bæta aðgengi að skógræktarsvæðinu við Háabjalla. Framkvæmdum er nú lokið, og því ágætis aðgengi að svæðinu fyrir gangandi og hjólandi úr Vogum, segir í pistli sem Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum skrifar. 
 
Stígurinn liggur frá gamla Stapaveginum um undirgöng undir Reykjanesbrautina, að línuvegi sunnan við Reykjanesbraut og þaðan sem leið liggur að Háabjalla. Háibjalli er fyrirmyndar útivistarsvæði, þar sem er að finna hávöxnustu tré á Suðurnesjum, í skjólsælum og fallegum lundi. 
 
„Skógfell á hrós skilið fyrir að koma upp þessari notalegu aðstöðu, sem allir bæjarbúar eiga aðgang að,“ segir bæjarstjórinn.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024