Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Stefnumótun Reykjanesbæjar - opinn fundur í Hljómahöll í dag!
Miðvikudagur 11. september 2019 kl. 09:33

Stefnumótun Reykjanesbæjar - opinn fundur í Hljómahöll í dag!

Bæjarstjóri mun kynna Stefnumótun Reykjanesbæjar 2020-2030 á íbúafundi í Bergi, Hljómahöll miðvikudaginn 11. september kl. 17:00 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér málið. þetta er annar kynningarfundurinn um stefnuna, en sá fyrri var 13. júní sl.

Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar, í samráði við fjölmarga aðila, hafa undanfarna mánuði unnið að mótun stefnu fyrir Reykjanesbæ til ársins 2030. Stefnan var til fyrri umræðu á hátíðarfundi bæjarstjórnar þann 11. júní sl. og hefur frá þeim tíma verið til kynningar á meðal íbúa og starfsmanna. Hægt er að kynna sér upplýsingar hér á vefnum.

Public deli
Public deli

Íbúar geta sent inn athugasemdir og ábendingar á netfangið stefnumó[email protected] til 15. september nk. Síðari umræða og afgreiðsla í bæjarstjórn fer svo fram að loknum þessum fundi og úrvinnslu athugasemda.