Nettó
Nettó

Fréttir

Stálu fatnaði af fólki í fastasvefni
Föstudagur 10. maí 2019 kl. 11:45

Stálu fatnaði af fólki í fastasvefni

Þrennt var handtekið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærmorgun eftir að viðkomandi höfðu látið greipar sópa utan og innan íbúðarhúsnæðis. Farið hafi verið inn í íbúð þar sem húsráðendur voru í fastasvefni og þaðan stolið fatnaði og fleiru. Jafnframt hafði fatnaður verið tekinn af snúru í nágrenninu. Einnig hvarf gaskútur af palli við enn eitt heimilið.
 
Lögregla stöðvaði bifreið sem í voru karlmaður og tvær konur. Í bílnum fannst þýfið. Ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og vörslur fíkniefna.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs