Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

  • Sprungan á Valahnúk hefur stækkað
  • Sprungan á Valahnúk hefur stækkað
Þriðjudagur 17. janúar 2017 kl. 09:45

Sprungan á Valahnúk hefur stækkað

Hluti Almannavarnanefndar Suðurnesja fór í gær í skoðunarferð að Valahnúki á Reykjanesi ásamt fulltrúum Reykjanes UNESCO Global Geopark, Reykjanesbæjar og Markaðsstofu Reykjaness til þess að skoða sprungu sem myndast hefur á Valahnúki og meta ástand hennar.

Á upplýsingasíðu Ferðaþjóna á Reykjanesi á Facebook segir að sprungan sem er um 20 m löng sé 7-10 metra frá brún Valahnúks þar sem hann er hæstur.

Hún er nokkuð breið þar sem hún er breiðust, allt að 60 cm. Sprungan hefur stækkað og gliðnað mikið á undanförnum tveimur árum. Þá segir að útlit er fyrir brotnað hafi úr hnúknum nýlega.

Ástandið á Valahnúk er enn metið þannig að fólki kunni að stafa hætta af því að vera nálægt sprungunni og því verður áfram lokað fyrir uppgöngu á Valahnúk.

„Unnið er að úrbótum og bættum merkingum vegna þessa en biðjum við gesti um að virða lokanir. Við biðjum fólk um að vera vakandi fyrir breytingum á svæðinu. Hægt er að koma ábendingum á framfæri á netfangið info@reykjanesgeopark.is,“ segir á síðu Ferðaþjóna á Reykjanesi.

Myndir fengnar af síðu Ferðaþjóna á Reykjanesi. Þær sýna vel aðstæður á Valahnúk.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs