Fréttir

Sólborg er Suðurnesjamaður ársins
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 14:18

Sólborg er Suðurnesjamaður ársins

Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona, áhrifavaldur og laganemi er maður ársins 2020 á Suðurnesjum en þetta er í þrítugasta og fyrsta sinn sem Víkurfréttir standa fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins.

Sólborg lét mikið að sér kveða á nýliðnu ári en hún gaf út sína fyrstu bók, Fávitar sem hlaut frábærar viðtökur varð ellefta söluhæsta bók ársins. Sólborg var valin nýliði ársins af bókaútgefendum. Bætt kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi er málefni sem hefur brunnið á henni og nýlega var hún skipuð af menntamálaráðherra til að stýra starfshópi um bætta kynfræðslu í grunn- og leikskólum. Sólborg hefur einnig verið ötul baráttukona gegn stafrænu kynferðislegu ofbeldi og haldið úti síðunni Fávitar á Instagram sem m.a. hefur varpað ljósi á stafræna kynferðisofbeldið á internetinu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um það málefni meðal ungmenna og spurningar þeirra til hennar um málið varð kveikjan að bókinni.

Hér má sjá viðtal við Sólborgu í Víkurfréttum. Hún verður líka í sviðsljósinu í Suðurnesjamagasíni vikunnar sem er sýnt á Hringbraut og vf.is frá fimmtudagskvöldi kl. 20.30.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta afhenti Sólborgu blómvönd.