Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Skrifað undir samning um hönnun nýs leikskóla í Sandgerði
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, og Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum við undirritun samkomulagsins. Mynd af vef Suðurnesjabæjar.
Föstudagur 12. febrúar 2021 kl. 07:04

Skrifað undir samning um hönnun nýs leikskóla í Sandgerði

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Sandgerði. Stýrihópur sem bæjarstjórn skipaði hefur haldið utan um undirbúningsvinnu, ásamt starfsfólki Suðurnesjabæjar. Stýrihópurinn hefur kynnt sér nokkra nýlega leikskóla og unnið þarfagreiningu ásamt hönnunarforsendum sem bæjarráð og bæjarstjórn hafa fjallað um. Á fundi bæjarstjórnar þann 3. febrúar síðastliðinn var samþykkt tillaga frá stýrihópnum um að gengið verði til samninga við JeES arkitekta um hönnun leikskólans. 

Á fundi stýrihóps með Jóni Stefáni Einarssyni frá JeES arkitektum var gengið frá samningi um hönnunarvinnuna. Táknrænt er að skrifa undir samning um byggingu nýs leikskóla í sömu viku og dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur, 6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar í leikskólastarfi fyrstu samtökin sín. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf.

Public deli
Public deli