Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Skora á stjórnvöld að efla enn frekar fræðslu og forvarnir í umferðaröryggismálum
Frá þinginu sem haldið var í Grindavík.
Miðvikudagur 5. desember 2018 kl. 14:42

Skora á stjórnvöld að efla enn frekar fræðslu og forvarnir í umferðaröryggismálum

Fulltrúar ungmennaráða á málþinginu „UMFERÐARÖRYGGI OKKAR MÁL“ skora á stjórnvöld að efla enn frekar fræðslu og forvarnir í umferðaröryggismálum og setja fram skýra stefnu og aðgerðaáætlun um úrbætur í almenningssamgöngum og vegakerfinu. Árangur í fækkun slysa af völdum ungs fólks í umferðinni sýnir að hækkun bílprófsaldurs er ekki brýnasta verkefnið. Aukin fræðsla og áhersla á forvarnir eru tæki sem þarf að nýta og stórefla þarf kennslu á öllum skólastigum um umferðaröryggi.

Brýnt er að fræða erlenda ökumenn um aðstæður á Íslandi og bæta aðstæður fyrir ferðamenn. Auk þess er löngu tímabært að einbreiðum brúm verði útrýmt. Að mati ungs fólks er nauðsynlegt að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Tæknin mun á næstu árum gjörbreyta umferðinni á Íslandi og það er brýnt að byrja nú þegar að undirbúa bæði vegakerfið og vegfarendur undir þær breytingar.

Public deli
Public deli

Ungt fólk er tilbúið að taka þátt í þeirri stefnumótun. Umferðaröryggi er okkar mál!, segir í tilkynningu frá ráðinu.