Fréttir

Skólaþjónustan býður upp á námskeiðið Uppeldi barna með ADHD
Úr Akurskóla í Innri-Njarðvík.
Fimmtudagur 20. september 2018 kl. 15:12

Skólaþjónustan býður upp á námskeiðið Uppeldi barna með ADHD

Skólaþjónusta Reykjanesbæjar er að fara af stað með foreldrafærninámskeiðið Uppeldi barna með ADHD. Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna. Einnig að styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD.

Foreldrar barna sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) samkvæmt formlegri skimun eða fullnaðargreiningu geta sótt námskeiðið en góður rómur hefur verið gerður að því. Skráningin fer fram rafrænt á Mitt Reykjanes og er það niðurgreitt að hluta af skólaþjónustunni.

Að sögn Einars Trausta Einarsson yfirsálfræðings hentar efni námskeiðsins best fyrir foreldra barna á aldrinum 5 til 12 ára, sem hafa ekki margar eða flóknar fylgiraskanir. „Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17:00 - 19:00 í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1. Námskeiðskostnaður fyrir par er 10.000 krónur en 8.000 krónur fyrir einstakling. 

Kennsludagar eru eftirfarandi:

10. október
16. október
24. október
30. október
7. nóvember
21. nóvember

Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Kristín í síma 421-6700 og í netfangið  [email protected]