Fréttir

Skipafloti Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar?
Varðskipið Þór kemur til Keflavíkurhafnar í febrúar 2018. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 26. október 2020 kl. 12:16

Skipafloti Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar?

Stjórn Reykjaneshafnar hefur móttekið bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem áhuga er lýst á að skoða möguleika á því að skipastóll Landhelgisgæslu Íslands (LHG) hafi aðstöðu hjá Reykjaneshöfn.

Bréfið er svarbréf við sameiginlegu erindi Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar frá 30. apríl sl. til LHG þar sem boði var upp á viðræður um möguleika á framtíðarhafnaraðstöðu fyrir skipastól LHG hjá Reykjaneshöfn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að skoðaður sé möguleiki á því að framtíðaraðstaða skipastóls Landhelgisgæslu Íslands verði hjá Reykjaneshöfn og felur hafnarstjóra að vinna það mál áfram í samráði við bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar,“ segir í afgreiðslu hafnartjórnar sem var samþykkt samhljóða.