Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Sinubrunatímabilið hafið
Vettvangur sinubruna á Ásbrú núna síðdegis. Eldurinn hafði verið slökktur þegar myndin var tekin. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 3. maí 2021 kl. 16:49

Sinubrunatímabilið hafið

Tilkynnt var um sinueld við Keilisbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ síðdegis. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla voru kölluð á staðinn.

Eldurinn brann staðbundið við hlið Sporthússins og var fljótlega slökktur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nú er að hefjast sinubrunatímabil en gróður er mjög þurr um þessar mundir eftir norðanáttir og þurra tíð síðustu daga. Hins vegar er bannað að kveikja sinuelda eftir 1. maí þar sem mófuglar eru margir komnir til landsins og farnir að búa sér bústaði í gróðrinum.