Fréttir

Síðasta útskrift Hjálmars Árnasonar
Laugardagur 15. júní 2019 kl. 17:08

Síðasta útskrift Hjálmars Árnasonar

Hjálmar Árnason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Keilis í sumar, en hann hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrsta árið sem forstöðumaður Samgöngu- og öryggisskóla, sem síðar varð Flugakademía Keilis, en frá 1. september 2008 hefur hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra. Í kveðjuræðu sinni kvaðst Hjálmar afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að skapa nýjan skóla og vinna að því með hinu frábæra Keilisteymi. Upp úr stæði þó gleðin yfir því að hafa brautskráð rúmlega 3.500 nemendur á 12 árum.

Í lok athafnarinnar tók Kjartan Már Kjartansson, stjórnarformaður Keilis til máls og þakkaði Hjálmari fyrir hans störf í þágu menntamála á Suðurnesjunum og uppbyggingu Keilis. Hjálmar hefur komið víðar við í skólamálum því hann var lengi skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jóhann Friðrik Friðriksson tekur við starfi Hjálmars nú í sumar, en hann mun um sinn vinna að sérstökum þróunarstörfum fyrir Keili.