Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Fréttir

Setning Ljósanætur í skrúðgarðinum í dag
Miðvikudagur 29. ágúst 2018 kl. 14:19

Setning Ljósanætur í skrúðgarðinum í dag

Setning Ljósanætur í Reykjanesbæ fer fram í skrúðgarðinum í Keflavík í dag, miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16:30. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar frá kl. 16:00
 
Dagskrá: 
 
Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima,  býður gesti velkomna.
 
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar,  ávarpar gesti.
 
Samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar syngur lögin, Ljósanótt og  Meistari Jakob við undirleik. 
 
Ingó (Ingólfur Þórarinsson), leikur og syngur nokkur lög, nemendur taka undir. 
 
Dansað inn í Ljósanóttina.
 
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur nokkur lög.
 
Fulltrúar nemenda draga Ljósanæturfánann að húni í skrúðgarðinum.
     
Risaboltar í einkennislitum skólanna svífa yfir hópnum. 
 
Frítt er í strætó Ljósanæturhelgina.
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna