Fréttir

Setja á laggirnar atvinnuátakshóp vegna afleiðinga heimsfaraldursins
Þriðjudagur 12. maí 2020 kl. 14:55

Setja á laggirnar atvinnuátakshóp vegna afleiðinga heimsfaraldursins

Reykjanesbær hefur sett á laggirnar atvinnuátakshóp vegna afleiðinga heimsfaraldursins Covid–19 í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Starfsemi atvinnuátakshópsins er skipt í fimm teymi og fer eitt þeirra með málefni náms, menntamála og starfsendurhæfingar. Það teymi er sett saman saman af helstu sérfræðingum menntamála á Suðurnesjum sem eru í ábyrgðastöðum menntastofnana og starfsendurhæfingar.

Dagný Gísladóttir, frá Heklunni og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ
Inga Dóra Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur í starfsendurhæfingu
Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Keilis
Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skýrsla hefur verið tekin saman og er samantekt á tillögum til aðgerða fyrir Suðurnes og lögð fram sem hvatning um að huga skuli að velferð íbúa Suðurnesja strax í sumar til þess að sporna við þeirri vegferð sem Suðurnesin eru nú á varðandi atvinnutækifæri á svæðinu. Hvatningunni er fyrst og fremst beint til til ríkisstjórnar Íslands, Stjórnarráðsins og nefnda á vegum ríkisstjórnar og ráðuneyta, sem fjalla um málefni tengd Suðurnesjum og/eða öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Teymið telur afar mikilvægt að brugðist sé við hratt og örugglega, með skilvirkum hætti og mun gera það sem í þess valdi stendur til þess að fylgja tillögunum eftir og koma sem mestu í framkvæmd fyrir markhópinn strax í sumar.

Teymið sem leggur fram meðfylgjandi skýrslu lýsir sig reiðubúin til samtals um aðgerðir og samstarf um virkni og vellíðan íbúa Suðurnesja.

„Það er von teymisins að þessi samstaða verði til þess að ákvarðanir verði teknar um aðgerðir sem styrkja innviði okkar með þeim hætti að það nýtist okkar fólki sem allra best, þ.e. íbúum Suðurnesja sem eru utan vinnumarkaðar,“ segir á vef Reykjanesbæjar.