Omnis
Omnis

Fréttir

Sandgerðisdagar með hefðbundnum hætti
Frá Sandgerðisdögum í fyrra. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 21. ágúst 2018 kl. 09:17

Sandgerðisdagar með hefðbundnum hætti

Hin árlega bæjarhátíð Sandgerðisdagar fer fram dagana 20.- 26. ágúst 2018. Í ár fer hátíðin að mestu leyti fram með hefðbundnum hætti. Íbúar munu skreyta bæinn með öllum regnbogans litum. Sandgerðingar og Garðmenn skemmta sér saman í nýju sameinuðu sveitarfélagi og taka á móti gestum með margvíslegum hætti; Sandgerðisdagagatan, pottakvöld í sundlauginni í umsjón Kvenfélagsins Hvatar, málverkasýining Kolbrúnar Vídalín á Listatorgi, Þekkingarsetur Suðurnesja opið, félagsmiðstöðin Skýjaborg með dagskrá fyrir unga fólkið, hátíðardagskrá í Safnaðarheimili, sagnakvöld Lionsklúbbs Sandgerðis í Efra- Sandgerði, Loddugangan vinsæla, og að sjálfsögðu hið ómissandi knattspyrnumót „Norðurbær - Suðurbær“ með sinni rómuðu saltfiskveislu í Reynisheimilinu og dansleik í Samkomuhúsinu. Golfklúbbur Sandgerðis heldur sitt árlega mót á Kirkjubólsvelli.
 
Á laugardeginum fer fram dorgveiði við Sandgerðishöfn í umsjón björgunarsveitarinnar Sigurvonar. Þann dag er sett upp hátíðarsvæði við Grunnskólann í Sandgerði með leiktækjum af ýmsu tagi. Svæðið opnar kl. 13:00 en dagskrá á hátíðarsviði byrjar kl. 14:00. Dagskráin er tvíþætt; að deginum eigum við von á mörgum góðum gestum svo sem: Sirkus Íslands, Aron Can, Leikhópurinn Lotta, Bryn Ballet ofl. 
Kvölddagskrá hefst á hátíðarsviðinu kl. 20:00 og stendur til 22:45 þar koma meðal annarra fram: Leikarar úr söngleiknum Mystery Boy frá Leikfélagi Keflavíkur, Emmsjé Gauti & Keli og Stuðlabandið.
Dagskrá laugardagsins lýkur með flugeldasýningu í umsjón björgunarsveitarinnar Sigurvonar við Sandgerðishöfn kl. 22:45.
 
Þar sem Sandgerðisbær hefur nú sameinast Sveitarfélaginu Garði er ekki vitað hvort hér er um síðustu Sandgerðisdagana að ræða en ljóst er að núna eru íbúar í sameinuðu sveitarfélagi hvattir til að eiga saman skemmtilega viku með góðum gestum hins nýja sveitarfélags.  Einkunnarorð daganna eru: „Sameinuð stöndum við!,“ segir í tilkynningu frá Sandgerðisdögum.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs