Fréttir

Samkomulag um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar
Elín Árna­dótt­ir, Kjart­an Már Kjart­ans­son, Bjarni Bene­dikts­son og Magnús Stef­áns­son við und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins. Ljós­mynd / ​Stjórn­ar­ráðið
Mánudagur 16. desember 2019 kl. 12:16

Samkomulag um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

Samkomulag, sem er nánari útfærsla viljayfirlýsingar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar var undirritað í dag. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia undirrituðu samkomulagið. Þar segir að um nokkurt skeið hafi Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco), fyrir hönd ríkissjóðs, ásamt Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Isavia unnið markvisst að því að finna leiðir sem miða að því að finna skipulagi og frekari uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og nágrenni sem bestan farveg.

Aðilar samkomulagsins eru sammála um að land í nágrenni flugvallarins sé verðmætt og fyrirséð að verðmæti þess muni aukast enn frekar. Gott skipulag sé forsenda þess að hægt verði að hámarka samfélagslegan ábata af nýtingu landsins og er skipulag á svæðinu því mikilvægur þáttur í vexti atvinnustarfsemi, sköpun starfa og almennri efnahagsþróun. Því þarf að tryggja að skipulag verði heildstætt og land verði nýtt sem best óháð mörkum skipulagssvæða sveitarfélaga og Keflavíkurflugvallar, að því er fram kemur í samkomulaginu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs