Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Reyndi að stinga lögguna af
Þriðjudagur 22. janúar 2019 kl. 09:59

Reyndi að stinga lögguna af

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum tekið nokkra ökumenn úr umferða vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni.

Karlmaður og kona voru í bifreiðinni. Hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt og hún aldeir öðlast slík réttindi. Í bifreiðinni fundust meint fíkniefni auk þess sem grunur var um fíkniefnaakstur. Þá fundust ýmsir munir sem taldir eru vera þýfi, en fólkið hefur komið við sögu lögreglu að undanförnu vegna slíkra mála.  

Annar ökumaður, sem stöðvaður var í morgun vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist ekki vera með ökuréttindi í lagi og sá þriðji ók sviptur ökuréttindum.

...

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs