Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Reykur í þotu Delta
Mynd úr safni.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 16. desember 2019 kl. 09:17

Reykur í þotu Delta

Flugvél Delta lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um reyk í vélinni þar sem hún var á leiðinni yfir Atlantshaf, frá Minn­ea­pol­is til Amster­dam.

Talsverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna atviksins. Brunavarnir Suðurnesja sendu bíla og björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu.

Vélin lenti svo rúmlega átta en ástæðu reyksins mátti rekja til gólfhitara í þotunni, sem er af gerðinni Airbus A330.