Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Reykjanesbær leysir til sín fasteignir fyrir 3 milljarða
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 24. janúar 2020 kl. 07:56

Reykjanesbær leysir til sín fasteignir fyrir 3 milljarða

og lækkar skuldaviðmið enn freka

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að leysa til sín þeir eignir sem hafa verið í eigu Fasteignar hf. og nýttar hafa verið undir starfsemi sem ekki flokkast undir lögbunda starfssemi sveitarfélaga. Um er að ræða Hljómahöllina, Íþróttaakademíuna, 88-Húsið, golfskálann í Leiru, hús gömlu dráttarbrautarinnar í Grófinni og Þórustíg 3.

Umsamið kaupverð eru tæpir þrír milljarðar og lækkar leiguskuldbinding sveitarfélagsins sem því nemur. Þetta kemur fram í bókun Guðbrandar Einarssonar, oddvita Beinnar leiðar, sem hann flutti fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar á fundi bæjarstjórnar í vikunni.

Public deli
Public deli

Að sögn Guðbrandar má gera ráð fyrir að skuldaviðmið Reykjanesbæjar lækki við þessi kaup um 10% hjá samstæðu og um 15% hjá sveitarsjóði. Þá má einnig gera ráð fyrir að þessi aðgerð auki möguleika sveitarfélagsins til endurfjármögnunar á öðrum skuldum sem einnig gæti hjálpað til við að bæta rekstur sveitarfélagsins. „Hér er því stórum áfanga náð sem ber að fagna,“ segir í bókun Guðbrandar.