Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki
Sunnudagur 14. nóvember 2021 kl. 10:06

Ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki

Reykjanesbær hefur ráðið verkefnastjóra sjálfbærnimála í gegnum eitt af atvinnuúrræðum ríkisins og gert er ráð fyrir að halda því starfi áfram. Þá er einnig gert ráð fyrir nýju stöðugildi lögfræðings til stuðnings í umhverfis- og skipulagsmálum sem og nýjum verkefnastjóra fræðslu- og vinnuverndar í mannauðsdeild.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku að ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki eins og hægt er og starfsmannavelta notuð til að hagræða í rekstri þar sem því verður við komið. Þá verður óformlegt yfirvinnubann áfram í gangi, þ.e. að starfsmenn geti ekki unnið yfirvinnu nema að næsti yfirmaður óski eftir, og heimili þar með að hún verði unnin, og ráð sé fyrir því gert í fjárheimildum ársins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024