Vinstri Grænir
Vinstri Grænir

Fréttir

Ráðherrar á rölti um Reykjanes
Katrín Jakobsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir ræddu við nemendur og gesti hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Laugardagur 11. september 2021 kl. 08:14

Ráðherrar á rölti um Reykjanes

Ráðherrar og aðrir sem vilja komast að á Alþingi í haust hafa verið sýnilegir að undanförnu. Þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, heimsóttu Suðurnesin í síðustu viku og kynntu sér stöðu mála.

Bjarni kom við í Grindavík og hitti m.a. björgunarsveitarfólk og heimsótti sjávarútvegsfyrirtækið Nesfisk í Garði. Hann ræddi við viðskiptavini á Réttinum í Keflavík og fékk sér að borða.

Viðreisn
Viðreisn

Bjarni Benediktsson settist að snæðingi með fréttamönnum Víkurfrétta og fleirum á Réttinum.

Katrín kom við hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og ræddi þar við nemendur og stjórnendur. Með henni í Suðurnesjaför var Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi, og fóru þær á fleiri staði.

Þá hafa frambjóðendur fleiri framboða verið á ferðinni víða en kosningar verða 25. september.