Fréttir

Plastlausar ávaxta- og grænmetisdeildir í verslunum Nettó fyrir lok árs 2019
Miðvikudagur 8. maí 2019 kl. 11:28

Plastlausar ávaxta- og grænmetisdeildir í verslunum Nettó fyrir lok árs 2019

Nettó hefur sett sér það að markmiði að vera með plastlausar ávaxta- og grænmetisdeildir í verslunum fyrir lok árs 2019. Nú þegar er miklu hlutfalli af lífrænu grænmeti og ávöxtum pakkað í umhverfisvænar umbúðir og er verkefnið unnið í samstarfi við birgja. 

Í öllum Nettó verslunum hefur í nokkur ár verið í notkun úðunarkerfi í ávaxta –og grænmetistorgi sem lengir líftíma grænmetis og ávaxta um 30-40%. Í upphafi árs voru síðan teknir í notkun og seldir fjölnotapokar fyrir ávexti og grænmeti í öllum verslunum Nettó sem mælst hafa vel fyrir hjá viðskiptavinum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nettó hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og verið leiðandi í umhverfismálum matvöruverslana hér á landi. 

,,Við viljum sífellt vera að bæta okkur út frá umhverfislegu sjónarmiði og haga verklagi okkar í takti við það“, segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem á og rekur m.a. Nettó verslanirnar.

Önnur verkefni sem Nettó hefur ráðist í út frá umhverfislegu sjónarmiði í tengslum við rekstur verslana er t.d. verkefni á borð við ,,Minni sóun“ sem felst í að gefa stighækkandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag, lok á allar frystikistur sem skilar sér í 40% orkusparnaði á ársgrundvelli, strandhreinsanir, öflugt söluátak í tengslum við fjölnota burðarpoka, diskósúpan og fleira.

Fyrir tæpum tveimur árum opnaði Nettó fyrstu lágvöruverðs vefverslunina á Íslandi og hefur reglulega verið boðið upp á fría fjölnotapoka í tengslum við heimsendingar og sóttar pantanir. Þess má geta að rafbílar eru eingöngu notaðir við útkeyrslur í tengslum við sendingar úr vefverslun. 

„Árið 2017 settum við okkur markmið að minnka plastpoka um 1 milljón eða 30% fyrir árslok 2019. Frá árinu 2010 erum við að sjá samdrátt uppá 37% og núna erum við að horfa á 25% samdrátt mánuð fyrir mánuð þannig að við erum fullviss að ná þessu markmiði á þessu ári. Auk þessa erum við að vinna markvisst í að finna umhverfisvænar lausnir, ss. plastlausar lausnir í einnota vörur fyrir útileiguna í sumar, munum hætta sölu á plaströrum og færum okkur yfir í niðurbrjótanleg rör og fleira í þessa átt. Þessi frábæri árangur sýnir að viðskiptavinir Nettó eru tilbúnir í þessa vegferð með okkur og er umhugað um umhverfið. Við tvíeflumst við að finna þann frábæra meðbyr“ segir Gunnar Egill.